VELKOMIN TIL YTRI TUNGU

Ströndin við Ytri Tungu er einn besti selaskoðunarstaður á Íslandi. Selir sækja í grýtta ströndina þar sem þeir finna fullkomna blöndu af hvíldarstað, föstu landi og skjóli fyrir öldum á milli tanganna sem ganga þar fram.

Mikið hefur verið lagt í göngustíga, frá stóru bílastæði út í fjörurnar, með góðu aðgengi og bekkjum.

Vinsamlegast hafið í huga

  • Farið ekki nær selunum en 50 metra, 100 metra ef selurinn er með kópa.
  • Ef selurinn geltir, hreyfir sig eða virðist skelkaður færið ykkur þá fjær.
  • Urtur yfirgefa oft kópa sína tímabundið til að afla matar. Þá má alls ekki nálgast kópana því það getur fælt urtuna frá og truflað matargjöf.
  • Ekki fara á milli sels og sjávar, því selurinn þarf að hafa greiðan aðgang að vatni til að líða vel.
  • Ekki vera með læti, notaðu hægar og rólegar hreyfingar til að trufla ekki dýrin. Forðastu hávaða og talaðu lágt.
  • Ekki henda neinu í námunda við selina, hvorki steinum, spýtum, mat eða rusli.
  • Ekki nota flass við myndatökur.
  • Dreifið úr hópum svo selunum finnist þeim síður ógnað. Ef það er stór hópur á svæðinu, hinkraðu eftir að einhverjir fari - eða labbaðu í hina áttina.
  • Hundar skulu ávallt vera í taumi.